Hreinsun
innanstokksmuna

Mikil verðmæti er oft í innbúum fólks og fyrirtækja og því skiptir verðmætabjörgun eigendur miklu og mikið í húfi að rétt sé að verki staðið.  BG Mygluþrif sér um þrif á innbúum sem þurfa hreinsun eftir myglu. Það fer töluvert eftir umfangi verkefnis hvernig slík hreinsun fer fram.  Minni og meðalstór verkefni er hægt að afgreiða með litlum fyrirvara. Stærri og flóknari verkefni krefjast oftast meiri undirbúnings.

Í hreinsunarstöð BG getum við tekið á móti innbúum af öllum stærðum og gerðum. Einnig bjóðum við upp á förgunarþjónusta á skemmdum innanstokksmunum. Við veitum  öfluga þjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.

Meðal þeirrar þjónustu sem BG Mygluhreinsun býður upp á í sambandi við hreinsun innanstokksmuna má nefna:

  • Hreinsun á öllum tegundum innanstokksmuna
  • Sótthreinsun á innanstokksmunum
  • Hreinsun á húsgögnum
  • Djúphreinsun á húsgögnum
  • Hreinsun á bókum
  • Hreinsun á þvotti (í samvinnu við samstarfsaðila)
  • Flutningur og geymsla á innbúi
  • Lyktareyðing á innbúi