BG Mygluþrif er

sérhæfð deild

BG Mygluþrif er sérhæfð deild innan BG Þjónustunnar sem sérhæfir sig í hreinsun á húsnæði þar sem vandamál vegna myglu hafa komið upp. BG Mygluþrif hafa yfir að ráða gríðarlegum tækjakosti ásamt reynslumiklu starfsfólki sem tryggir hámarksárangur á sem skemmstum tíma. Fyrirtækið hefur meira en áratuga reynslu í hreinsunum á fasteignum af öllum stærðum og gerðum þar sem mygluvandamál hafa komið upp. Viðskiptavinir BG Mygluþrifa eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, stofnanir, skólar, verkfræðistofur, matvælafyrirtæki, húsfélög, tryggingafélög sem og einstaklingar.