Stórhreingerningar

Oft þarf að þrífa stór og umfangsmikil húsnæði á skömmum tíma. Þá liggur mikið við og nauðsynlegt að notast sé við rétta og þaulreynda verkferla til að koma í veg fyrir að einhver svæði séu minna eða ekkert hreingerð. BG hefur komið að mörgum slíkum verkefnum og við vitum að snörp og örugg vinnubrögð skipta höfuðmáli. Sveigjanleiki í þjónustu BG er mikill og vinnum við verkefnin í samráði við viðskiptavini, iðnaðarmenn og verkfræðinga. Meðal verkefna í stórþrifum á húsnæði eftir myglu mætti nefna:

  • Alhreingerningar á stofnunum
  • Alhreingerningar á heimilum
  • Háloftahreingerningar í fyrirtækjum
  • Stórhreingerningar þar sem unnið er með mismunandi hreinsunaraðferðir
  • Hreinsun á stórum matvælaverksmiðjum eftir myglu
  • Alhreinsun á skólabyggingum
  • Stórþrif á sameignum

BG Mygluþrif leitast við að bjóða upp á þjónustu þar sem sveigjanleiki, öryggi og fagmennska er höfð að leiðarljósi alla leið.