Örugg
sótthreinsiþjónusta

BG Mygluþrif hafa yfir að ráða fullkomnum búnaði til sótthreinsunar á  húsnæði. Að hreinsun og hreingerningu lokinni er mikilvægt að húsnæðið sé sótthreinsað á öruggan og skilvirkan hátt. Sótthreinsiefnin eiga að ná til hvers króks og kima. Að lokinni sótthreinsun er árangur mældur og tryggt að efnin hafi náð um allt húsnæðið. Sótthreinsunaraðferðir sem BG notast við eftir mygluhreinsanir eru meðal annars:

  • Þurrúðun á sótthreinsiefni
  • Úðun með ákveðnum tækjabúnaði
  • Sótthreinsun með ózoni

Mikilvægt er að rétt sé loftað um húsnæðið eftir sótthreinsun.

Áratuga reynsla BG Mygluþrifa nýtist viðskiptavinum okkar vel í sótthreinsun á öllum stærðum og gerðum húsnæðis og innanstokksmuna.