Hreinsun myglusvepps

Oft er þörf á töluverðri hreinsun á húsnæði þar sem myglusveppur hefur komið upp. BG Mygluþrif sér um hreinsun á hvers kyns húsnæði þar sem mygluhreinsunar er þörf.  Í slíkum verkefnum er mikilvægt að notast við réttar hreinsiaðferðir og tækjakost. Meðal aðferða sem notaðar eru í mygluhreinsun húsnæðis má nefna:

  • Slípun eða pússun með slípirokkum eða gíröffum t.d. fjarlæging málaðs yfirborðs
  • Hreinsun með lágþrýstingi, hita og sogskál
  • Hreinsun með sérhæfðum sótthreinsiefnum
  • Háþrýstihreinsun (100 til 500 bar) með hita
  • Ryksugun með hepa ryksugum
  • Hreinsun með þurrísblæstri
  • Hreinsun með sódablæstri
  • Ofl.

Oftast nær er vinnusvæðið skermt af og því lokað fyrir starfsemi og umgang. Að lokinni hreinsun er svæðið hreingert og sótthreinsað til að ná sem bestum árangri.  Ef hætta er talinn á að gró séu enn fyrir utan vinnusvæði þá er það svæði einnig hreinsað.  Einnig er alltaf reynt að skapa ákveðið loftflæði á vinnusvæði sé þess kostur til að auðvelda hreinsunina og auka árangurinn.

Er mygla vandamál?

Við getum aðstoðað

Hafðu samband