Hreinsun
með þurrís

Þurríshreinsun er snilldar hreinsunaraðferð sem er oft notuð til að hreinsa þegar aðrar aðferðir duga ekki til. Ískaldur þurrísinn hreinsar burt myglu á öruggan og skilvirkan hátt þegar hann lendir á yfirborðinu. Í mörgum tilfellum er sótthreinsiefni úðað á undan til að koma í veg fyrir að myglugróin sem er verið að hreinsa burt berist til annarra staða í húsnæðinu.  Eftir hreinsun með þurrís er húsnæðið oftast hreingert og sótthreinsað.

Þurrísblástur hefur meðal annars verið notaður við hreinsun á myglu:

  • Hreinsun á trévirki bygginga
  • Hreinsun á vélum þar sem myglusveppur hefur greinst
  • Hreinsun á steypu eftir myglusvepp
  • Þrif á húsnæði sem falla undir húsafriðun
  • Hreinsun á þökum húsnæðis
  • Ofl